Styrktarteygjusett

Góð styrktarþjálfun fyrir alla, allsstaðar.

Við kynnum létt og handhægt styrktarteygjusett sem inniheldur fjórar missterkar teygjur, handföng, karabínur og festingar til að nota á hurðum. Hér að neðan eru skýr æfingamyndbönd og prógrömm sem gera öllum kleift að styrkja stoðkerfið heima, í vinnunni eða á ferðalögum.

Þetta er lýðheilsumiðuð lausn byggð á fyrsta stigs forvörnum. Æfingarnar eru ekki hannaðar til að leysa sértæk vandamál, heldur til að koma í veg fyrir að þau þróist  með því að styrkja helstu stöðuvöðva líkamans og auka styrk, jafnvægi og stöðugleika. Æfingarnar henta öllum aldurshópum og sérstaklega fólki á efri árum sem vill viðhalda hreyfigetu og sjálfstæði.

Markmiðið er einfalt. Að gera styrktarþjálfun aðgengilega, hagkvæma og áhrifaríka fyrir alla, hvar sem er og hvenær sem er.

Styrktarteygjusettið eru til sölu hjá Sjúkraþjálfun Reykjavíkur og Sjúkraþjálfun Garðabæjar á aðeins 6.990 kr.

Einstaklings styrktarprógramm 1

Auðvelt – Grunnhreyfigeta

Æfing 1: Róðraræfing
Æfing 2: Hnébeygja með hjálp
Æfing 3: Bak- og Kviðvöðvapressa
Æfing 4: Aftanverðar axlir og efra bak
Æfing 5: Efri bak- og axlarvöðvapressa
Æfing 6: Tvíhöfðaæfing

Einstaklings styrktarprógramm 2

Auðvelt – Stöðuleiki og kviðvöðvastyrkur

Æfing 1: Aftanverðar Axlir og Efra Bak
Æfing 2: Brjóst- og Axlarpressa
Æfing 3: Bak- og Kviðvöðvapressa
Æfing 4: Rassvöðvaæfing Gl. Max
Æfing 5: Afturstig – Auðveldari
Æfing 6: Pallof Pressa

Einstaklings styrktarprógramm 3

Miðlungs – Styrkur í efri og neðri hluta líkamans

Æfing 1: Róðraræfing
Æfing 2: Axlarpressa
Æfing 3: Bak- og Kviðvöðvapressa
Æfing 4: Hliðar rassvöðvaæfing
Æfing 5: Afurstig – Erfiðari
Æfing 6: Þríhöfðaæfing 1

Einstaklings styrktarprógramm 4

Miðlungs – Almennur styrkur, stöðuleiki og kviðvöðvar

Æfing 1: Niðurtog
Æfing 2: Virkniæfing fyrir Axlir
Æfing 3: Bak- og Kviðvöðvapressa
Æfing 4: Rassvöðvaæfing Gl. Max
Æfing 5: Hnébeygja með hjálp
Æfing 6: Pallof Pressa
Æfing 7: Tvíhöfðaæfing

Sjúkraþjálfun Reykjavíkur

Sjúkraþjálfun Garðabæjar

Sjúkraþjálfun Reykjavíkur & Garðabæjar © 2023 allur réttur áskilinn