Hvað er sjúkraþjálfun?
Sjúkraþjálfun er byggð á greiningu á eðlilegri starfsemi líkamans og frávikum sem kunna að valda óþægindum. Sjúkraþjálfarar fást við skoðun, greiningu og meðferð fólks með ýmis einkenni sem tengjast truflun á hreyfigetu og orsakast af sjúkdómum, slysum eða röngu álagi.
Markmið sjúkraþjálfunar er að auka og viðhalda styrk, hreyfigetu, jafnvægi og færni sjúklings, kenna leiðir til að fyrirbyggja tap á þessum þáttum og minnka verki. Meðferð getur verið einstaklingsbundin eða í hópum, allt eftir því hvað við á hverju sinni.
Einstaklingsmeðferð felst m.a. í styrkjandi, liðkandi og úthaldsaukandi æfingum, fræðslu um rétta líkamsbeitingu og góða líkamsstöðu o.fl., rafmagnsmeðferð, teygjum, hita/kuldameðferð, nuddi, liðlosun o.fl.
Gjaldskr
Hvar getur sjúkraþjálfun hjálpað?
Sjúkraþjálfun getur hjálpað við mörg þau vandamál sem stafa frá liðum og vöðvakerfum líkamans.
Einnig má bæta hreyfifærni og leiðrétta rangar hreyfingar og líkamsstöður sem líkaminn er settur í bæði í leik og starfi.
Dæmi um einkenni sem má laga eru eftirfarandi:
- Bakverkir, með eða án leiðandi verkja.
- Hálsverkir
- Verkur eða stífleiki í liðamótum (t.d. öxlum, mjöðmum, olnbogum og hnjám)
- Brjósklos
- Gigtarverkir og vefjagigt
- Íþróttameiðsl
- Leiðniverkir út í hendur eða fætur
- Höfuðverkir, svimi og suð í eyrum
- Krónískir verkir
Sjúkraþjálfun er fyrir einstaklinga á öllum aldri.