SRG

K-vest

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

ATH. Aðeins í Sjúkraþjálfun Reykjavíkur, Seljavegi 2

 

K-vest er aðferð sem notuð er til að bæta hreyfingar kylfinga í golfsveiflunni

srg

Hvað er K – vinkill / angle?
K vinkill er munurinn á snúningi á mjöðm og öxlum. Ef þessi vinkill er lítill verður höggstyrkur minni þar sem teygjan sem líkaminn myndar í högginu er takmarkað.
Þetta orsakar minni högglengd og í raun er verið að sóa krafti í stað þess að byggja upp kraft til að slá boltann lengra.
Mjöðminni er snúið of mikið eða að erfitt reynist að snúa öxlum lengra en mjöðmum.
Ástæða þessa er annað hvort
Minnkaður liðleiki í baki
Minnkaður stöðugleiki í mjöðmum það er að viðkomandi á erfitt með að halda mjöðminni fastri á sama tíma og öxlum er snúið aftur.
Minnkaður vöðvastyrkur í bolvöðvum og rassi sem orsakar að réttivöðvar í baki taka yfir í hreyfingunni og ofris verður eða rétta í stað snúnings í baki.

Hvað er stöðugleiki?
Stöðugleiki er hæfileikinn að halda stöðunni á einum líkamhluta og hreyfa annan.
Þannig þarf að halda stöðugleika í mjöðm á sama tíma og verið er að framkvæma hreyfingar í hné.
Ef stöðugleiki er lélegur er hætta á að viðkomandi íþróttamaður verði oftar fyrir meiðslum.
Íþróttamaður getur haft góðan vöðvastyrk en ef stöðugleiki er slakur hjálpar það ekki við að koma í veg fyrir meiðsli eða bætir íþróttalegan árangur.

Sama gerist í hreyfingu eins og golfi. Þegar verið er að fara í aftursveifluna þarf að halda stöðugleika í mjöðmum og neðri hluta líkamans á meðan efri hluta líkama og öxlum er snúið. Ef stöðugleiki er ekki til staðar orsakar það minni krafta í högginu

Tímaröðun í golfsveiflunni
Mikilvægt er að hreyfa sig rétt í framsveiflunni. Það er gert á eftirfarandi hátt.
Mjaðmir hreyfast fyrst, síðan axlir og efra bak og að lokum koma hendur og kylfan.
Þetta gerir það að verkum að hreyfingin verður átakalaus og hraði kylfuhaussins verður mikill og högglengdin meiri.

 
ÞÚ ERT HÉR: