SRG

Íþróttamenn

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

Meðferð eftir aðgerðir á hnjám

Meðferð eftir aðgerðir á hnjám er mikilvæg til að aðgerðin heppnist sem best. Sjúkraþjálfun Reykjavíkur býður upp á fullkomna aðstöðu til að þjálfa fólk eftir hnéaðgerðir, hvort sem um er að ræða krossbandaslit, liðþófaaðgerðir eða liðskiptaaðgerðir. Boðið er upp á æfingar í Kin Com æfingatæki sem eykur mjög möguleika á að fylgjast með framförum í meðferðinni. Einnig eru gerðar mælingar með Kine mælingartæki þar sem hægt er að sjá hvaða æfingar henta best fyrir viðkomandi.

Afleiðingar krossbandaslita eru alvarlegar

Norskar rannsóknir sýna að langtímaáhrif krossbandaslita eru alvarlegri en menn höfðu áður talið. Helmingur handboltamanna sem slitið höfðu krossbönd eru enn með óþægindi, verki, óstöðuleika í hné auk minnkaðs hreyfanleika 6 – 11 árum eftir áverkann.

Meðferð við íþróttameiðslum

Hægt er að skipta meðferð við íþróttameiðslum í tvennt.
Bráða meðferð Sem er viðbrögð strax eftir að skaðinn eða meiðslin hafa átt sér stað og næstu 2 sólarhringa þar á eftir. Þá er mikilvægast að beita svo kallaðri ICER meðferð. Byrjað er á því að kæla svæðið með ÍS ( I ). Eftir það er settur þrýstingur á svæðið ( Compression ). Síðan þarf að setja svæðið í hálegu, til dæmis að setja ökklann upp á upphækkun ef hann hefur orðið fyrir tognun ( Elevation ). Að lokum þarf að hvíla ( Rest ).

Krossbandaslit í hné 

Hvernig slitna krossbönd í hné? Slit á fremra krossbandi í hné eru mjög alvarleg meiðsli sem hafa ekki einungis áhrif á þátttöku íþróttamanna í íþróttum heldur getur orsakað ótímabæra slitgigt í hnjám þeirra sem fyrir þeim verða. Tíð slit
Meira

Hverjar eru orsakir íþróttameiðsla?
Þegar rætt er um íþróttameiðsli gera menn sér ekki alltaf grein fyrir því hverjar eru orsakir þeirra, hverjar eru afleiðingarnar og því síður hvað hægt sé að gera til að koma í veg fyrir þau. Þjálfarar hafa oft notað meiðsli leikmanna sem skýringu á slæmu gengi síns liðs og
Meira

 
ÞÚ ERT HÉR: